Okkur vantar fleiri reynslusögur hér á síðuna. Tilgangurinn með þeim er að hjálpa foreldrum sem hafa nýlega átt barn fyrir tímann og vita ekki hverju er að búast við eða hvað telst „eðlilegt.“
Sögurnar mega vera nafnlausar ef þess er óskað, en helst með mynd af barninu.
Kíktu á sögurnar sem eru komnar til að fá hugmynd um hvernig þær eru settar upp. Það eru engar reglur um uppsetningu, en það er gott að taka fram hvernig fyrstu einkenni voru og hvort ástæða fyrirburafæðingar var þekkt.