Þetta eru góðar fréttir fyrir marga foreldra fyrirbura á Íslandi. Mjólkurbankar eru algengir erlendis, en hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið í boði á Íslandi.
Brjóstamjólkin er notuð fyrir fyrirbura ef móðir getur ekki mjólkað sig t.d. vegna veikinda, eða í tilvikum þegar móðirin er ekki til staðar. Brjóstamjólk er gífurlega mikilvæg fyrirburum og margar rannsóknir sýna fram á gagnsemi hennar.
Í frétt um málið á Mbl kemur þetta fram; „Sýnt hefur verið fram á að virka ensímið í brjóstamjólkinni hefur komið til hjálpar þegar meltingarvegurinn er óþroskaður og forðað nýburum frá sýkingum.“
Smellið hér til að lesa alla fréttina.