Ýmislegt

Huldukona greiddi upp viðskiptareikninga allra einstaklinga hjá Toys ‘R‘ Us verslun

ToysRUs layaway hero
Mynd af verslun Toys ‘R‘ Us í Virginia fylki í BNA. (Mynd Nikki Kahn/The Washington Post)

 

Einhvers staðar í Bellingham í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum er gjafmild hetja.

Það sannaðist fyrr í vikunni, þegar viðskiptavinir hjá Toys ‘R‘ Us komust að því að konan, sem ekki er vitað hver er, labbaði inn og greiddi upp alla viðskiptareikninga í versluninni.

Já. Alla. Reikninga. Viðskiptavina.

Það þýðir að konan greiddi fyrir vörur að andvirði um 2,5 milljóna króna, á meira en 150 reikningum, samkvæmt frétt frá Milford Daily News.

„Þetta stórkostlega góðverk er sönn birtingarmynd jólaandans,“ segir í fréttatilkynningu frá Toys ‘R‘ Us.

Nánar um það sem gerðist:

Starfsmenn lýstu konunni sem glaðlegri, eldri konu sem býr í bænum. Hún bauð verslunarstjóranum faðmlag og á að hafa sagt, „Ef þið hafið það, gefið það.“

Einn starfsmaður sagði að konan hafi sagt henni að vitandi það að reikningar fólks væru greiddir mundi hjálpa henni að „sofa betur á nóttunni.“

 

Svona hefur gerst áður. T.d. í fyrra, þegar maður á Flórída eyddi 2,5 milljónum króna í Walmart verslun með því að greiða upp reikninga ókunnugra.

„Ég veit að það hafði samstundis áhrif á fólk. Ég meina að þau voru að fá sms um að það væri verið að greiða inn á reikningana þeirra meðan þau voru í versluninni og fólk var að hringja og segja „ég held það hafi orðið mistök,“ sagði Greg Parady, samkvæmt frétt ABC. „Þetta var svo sérstakt. Það var mjög sérstakt.“

Daily News talaði við viðskiptavin sem átti reikning sem var greiddur í vikunni. Konan, sem gaf aðeins upp fyrra nafn sitt, Linda, sagði að hún hafi aðeins átt 1.100 krónur þegar hún fór að kaupa jólagjafir handa tveimur sonum sínum.

„Ég hugsaði, ‚Þú ert að grínast í mér,‘“ sagði konan, þegar hún lýsti símtalinu sem hún fékk frá Toys ‘R‘ Us, þar sem henni var sagt frá því að reikningurinn hennar væri greiddur. „Mig langaði næstum því að gráta. Það voru ekki nema 6.000 krónur, en fyrir mér er það mikill peningur og ég fékk gæsahúð af tilhugsuninni um að einhver skyldi fara og gera þetta.“

Hún bætti við: „Það sem hún gerði lýsti svo mikilli umhyggju og hugulsemi. Mér finnst ég hafa verið hluti af einhverju sérstöku – snert af engli.

 

 

 

Auglýsingar