Eftir smávegis tafir þá er nú loksins von á nýju vörulínunni okkar í Tamiko. Við erum að opna netverslun fyrir íslenska markaðinn og gert er ráð fyrir að opna hana um miðjan janúar.
Lífræn ungbarnaföt er eitthvað sem æ fleiri foreldrar leita að, enda eru ítrekað að koma upp mál í sambandi við eiturefni í fatnaði. Á síðunni verður líka eitthvað af upplýsingum um helstu eiturefnin, svo foreldrar geti verið meðvitaðir um hvar þau er helst að finna og hvernig þau geta haft áhrif á heilsu barna.
(Flest eiturefni fara úr við fyrsta þvott og því er mjög mikilvægt að þvo allan nýjan fatnað áður en barnið notar hann í fyrsta skipti.)
Nýju fötin eru líka með blýlausum smellum og pakkningar eru umhverfisvænar.
Nú bætast líka við nýjar vörutegundir, m.a. yndislega mjúk teppi og útifatnaður úr lífrænu bómullarflísi.