Fyrirburar

Hvað er fyrirburafæðing og hvers vegna á hún sér stað?

Fyrirburafæðing kallast það þegar barn fæðist fyrir 37. viku meðgöngu.

Um það bil 70% af fyrirburum fæðast milli 34.-36. viku meðgöngu. Um 12% milli 32.-33. viku. Um 10% milli 28.-31. viku, og um 6% milli 23.-28. viku.

Tæp 60% af fjölburameðgöngum enda með fæðingu fyrir tímann.

Í um 50% tilfella vita læknar ekki með vissu hvers vegna börn fæðast fyrir tímann, jafnvel þótt margir áhættuþættir séu þekktir. Konur geta átt barn fyrir tímann jafnvel þótt þær séu ekki í áhættuhópi.

Áhættuþættir eru meðal annars, en takmarkast ekki við:

Fjölburameðgöngur, hár blóðþrýstingur, meðgöngueitrun. Legháls byrjar að opnast (víkka út) snemma. Fæðingargalli í legi, sykursýki, móðir er of létt eða of þung. Léleg næring rétt fyrir eða meðan á meðgöngu stendur. Reykingar, neysla alkóhóls. Líkamleg meiðsli, áfallastreituröskun, heimilisofbeldi. Eiturlyfjaneysla. Sýking. Fæðingu komið af stað. Fyrirsæt fylgja. Aldur móður (undir 16 eða yfir 35). Ítrekuð fósturlát eða fóstureyðingar. Tannholdsbólga. Slæm félagsleg staða eða lítið eftirlit á meðgöngu. (Sjá líka: Áhrif gasmengunar á meðgöngu.)

Ef móðir hefur áður átt barn fyrir tímann eða ef minna en 6 mánuðir eru frá síðustu fæðingu er líka aukin hætta á fæðingu fyrir tímann.

Þeldökkar konur eru í meiri hættu á að eignast barn fyrir tímann en nokkur annar kynstofn. Orsökin er ekki þekkt.

Það er almennt talið að venjuleg fæðing sé framkölluð af barninu.

Hverjar eru afleiðingarnar?

Fæðing fyrir tímann getur orsakað heilsufarsvandamál hjá barninu.

Vandamálin geta verið skammvinn og langvinn, eins og t.d. námsörðugleikar, persónuleikaraskanir, sykursýki, vanstarfsemi helstu líffæra o.s.frv.

Langvinn einkenni geta meðal annars verið: Kæfisvefn, röskun á starfsemi heila (HIE), sjónukvilli fyrirbura (ROP), heilkenni öndunarálags (RDS), heilablæðing (IVH), gula, langvinnur lungnasjúkdómur, og veikt ónæmiskerfi.