Fyrirburaforeldrar þurfa næði á meðan þau ganga í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu, og stundum svara þau ekki í símann eða svara skilaboðum fyrr en þau eru tilbúin til þess. Hér kemur sér vel að nota samfélagsmiðla eins og Facebook, nino.is, bland.is eða blogg, því foreldrarnir geta sett inn fréttir um þroska barnsins, án þess að eyða of miklum tíma í símanum eða að svara tölvupóstum og sms.
Það er margt sem þú getur gert til að hjálpa. Eins og til dæmis að hjálpa til við heimilisstörfin, sjá um mat fyrir systkini fyrirburans, eða, ef þú átt börn, boðið þeim í kvöldmat eða náttfatapartí (jafnvel þó þau gisti ekki), farið með þau í Húsdýragarðinn, á skauta, í bíó eða fjöruferð.
Ekki hika við að spyrja foreldrana hvað það er sem þau vantar helst aðstoð með. (Til að fá fleiri hugmyndir, settu þig í spor foreldranna og reyndu að ímynda þér hvað þú mundir vilja fá aðstoð með ef þú værir í þeirra sporum.) Ef þú hefur tök á því, geturðu boðist til að flytja inn til þeirra til að aðstoða með börnin og heimilið, á meðan foreldrarnir dvelja á spítalanum.