Ljósmyndir – Hlutverk

Að taka myndir á nýburagjörgæslu

Myndataka er líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú kemur inn á nýburagjörgæslu.  En það getur verið verðmætt að taka myndir, ekki aðeins til að eiga fyrstu daga barnsins á mynd, heldur er líka mjög hvetjandi að sjá hvernig barnið vex og þroskast.Það er best að spyrja starfsfólkið fyrst hvort einhverjar reglur gildi um myndatökur. Passaðu að nota ekki flass, því mörg börn eru mjög viðkvæm fyrir því.
Það er góð hugmynd af hafa höndina, penna, gsm síma eða greiðslukort nálægt barninu, til að sýna hversu lítið barnið er í raun. Passaðu bara að þú gætir þurft að sótthreinsa hlutinn áður en hann fer nálægt barninu. Vinir og fjölskylda munu varla trúa því hversu lítið barnið er, ef þau hafa ekki komið í heimsókn.

Þú getur beðið hjúkrunarfræðing um að taka mynd af þér/ykkur og barninu, og takið líka myndir þegar afar og ömmur eða systkini fá að halda á barninu í fyrsta sinn.