Margir makar upplifa sig út undan meðan á dvölinni stendur, þar sem mest athyglin beinist að „sjúklingunum,“ það er, barni og móður. En það er mjög mikilvægt að taka þátt í umönnun barnsins eins oft og hægt er.
Til dæmis geta báðir foreldrar tekið þátt í brjóstagjöf, þar sem fyrirburinn fær brjóstamjólk gegnum slöngu eða pela. Kengúrumeðferð er önnur góð leið til að tengjast barninu. Þá liggur barnið á bringu foreldris. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti þeirrar meðferðar.
Glósubók
Spyrjið eins margra spurninga og þið þurfið. Það getur líka verið sniðugt að skrifa hjá sér svörin í sér glósubók, því það er engin leið fyrir ykkur að muna allt sem sagt er. Og punktið líka hjá ykkur það sem ykkur langar að spyrja um eða eruð í vafa með. (Álag hefur meðal annars áhrif á minnið.)
Hafið í huga að það er engin regla til um það hvernig á að upplifa þennan erfiða tíma.
Jafningjastuðningur
Fyrirburafeður og fyrirburamæður eru líka hvött til að kynna sér jafningjastuðning hjá Félagi fyrirburaforeldra.