Pabbar

Eva-Hilmar-preemie-nicu-premature-baby-preterm-laborMargir pabbar upplifa sig útundan meðan á dvölinni stendur en það er mikilvægt að taka þátt í umönnun barnsins eins og hægt er.
Pabbar og mömmur geta bæði tekið þátt í brjóstagjöf, þar sem fyrirburinn fær brjóstamjólk gegnum slöngu eða pela. Kengúrumeðferð er líka góð leið til að tengjast barninu og margar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti þeirrar meðferðar.
Spyrjið eins margra spurninga og þið þurfið og munið að engin regla er til um það hvernig á að upplifa þennan erfiða tíma.