Fréttir

Hefja inn­flutn­ing á brjóstamjólk til Íslands

Fyrirburi fær brjóstamjólk gegnum fæðuslönguÞetta eru góðar fréttir fyrir marga foreldra fyrirbura á Íslandi. Mjólkurbankar eru algengir erlendis, en hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið í boði á Íslandi.

Brjóstamjólkin er notuð fyrir fyrirbura ef móðir getur ekki mjólkað sig t.d. vegna veikinda, eða í tilvikum þegar móðirin er ekki til staðar. Brjóstamjólk er gífurlega mikilvæg fyrirburum og margar rannsóknir sýna fram á gagnsemi hennar.

Í frétt um málið á Mbl kemur þetta fram; „Sýnt hef­ur verið fram á að virka ensímið í brjóstamjólk­inni hef­ur komið til hjálp­ar þegar melt­ing­ar­veg­ur­inn er óþroskaður og forðað nýbur­um frá sýk­ing­um.“

Smellið hér til að lesa alla fréttina.

 

Reynslusögur

Ertu fyrirburaforeldri og langar að deila þinni reynslusögu?

Okkur vantar fleiri reynslusögur hér á síðuna. Tilgangurinn með þeim er að hjálpa foreldrum sem hafa nýlega átt barn fyrir tímann og vita ekki hverju er að búast við eða hvað telst „eðlilegt.“

Sögurnar mega vera nafnlausar ef þess er óskað, en helst með mynd af barninu.

Kíktu á sögurnar sem eru komnar til að fá hugmynd um hvernig þær eru settar upp. Það eru engar reglur um uppsetningu, en það er gott að taka fram hvernig fyrstu einkenni voru og hvort ástæða fyrirburafæðingar var þekkt.