Fyrirburateppi

Uppskriftir að teppum í fyrirburastærðum koma fljótlega.

Lumar þú á fyrirbura-uppskrift sem þú vilt deila? Það vantar alltaf góðar flíkur á fyrirbura, sérstaklega húfur og teppi.

Stærðir fyrirburateppa

Stærðir ættu helst að vera u.þ.b. 50 x 50 cm, 50 x 70 cm, eða 70 x 100 cm.

Minnstu teppin eru notuð á Vökudeild. Þess vegna þurfa þau helst að vera úr bómull sem má þvo á 60°C. (Lykkjufjöldi er ca. 130-140 fyrir bómull, prjónastærð 3-3,5.)

Stærri teppin eru oftast úr bómull eða merino ull (sem má þvo á 30°, 40° eða 60°C). (Dæmi um lykkjufjölda: Teppi úr kambgarni, prjónastærð 5, ca. 130-150 lykkjur til að ná 70-90 cm breidd.)

Gerviefni eru ekki á óskalistanum, því húð fyrirbura er svo viðkvæm.

Litir & prjón

Það er alltaf gaman að sjá fyrirbura eða ungbörn með teppi í glaðlegum litum eða náttúrulitum. Veldu þá liti sem þér finnst fallegastir og leiktu þér að því að blanda saman litum.

Fyrir tvílitt röndótt teppi, kemur vel út að hafa 10 umferðir í aðallit og 7 umferðir í aukalit (t.d. blátt og brúnt). Allt teppið í garðaprjóni. Líka hægt að hafa heklaðan kant í kring.

Bómullargarn sem má þvo á 60°

Mandarin Naturell (tuskugarn) — Mandarin Petit — Garnið í Søstrene Grene

Best er að hafa minnstu teppin (50 x 50 cm) úr bómull sem má þvo á 60°C. Það er til þess að það sé hægt að sótthreinsa þau á Vökudeild.