Fyrirburar
Að eignast fyrirbura
Að verða fyrirburaforeldri er eitthvað sem fæstir búast við að verða. Og það er fátt sem getur undirbúið þig fyrir ferðina sem fram undan er.
Þú finnur kannski fyrir hræðslutilfinningu þegar þú kemur inn á nýburagjörgæslu í fyrsta sinn. Alls staðar eru gegnsæir hitakassar með smærri börnum en þú hefðir getað ímyndað þér að væru til. Þau eru tengd við slöngur og snúrur og það heyrast píp úr tækjum úr öllum áttum.
Þrátt fyrir allt þetta, þá er andrúmsloftið ótrúlega afslappað. Starfsfólkið virðist hafa góða stjórn á öllu, sem gefur þér öryggistilfinningu í þessari rússíbanaferð sem þú hefur nýlega lent í.
Þú munt komast að því hvers vegna starfsfólk nýburagjörgæslu er oft kallað englar.
Hér finnurðu ýmsar gagnlegar upplýsingar um fyrirburafæðingar og allt sem tengist því að vera fyrirburaforeldri. Þú munt læra meira um tækin og við hverju er að búast. Þú færð að vita hvers vegna brjóstagjöf er mikilvæg fyrir fyrirbura, jafnvel þótt barnið þitt sé enn háð hitakassa. Þú getur líka lesið reynslusögur fyrirburaforeldra sem hafa gengið í gegnum sömu reynslu, og lært um hluti sem þú skilur ekki enn. Fjölskylda og vinir fá líka góð ráð um það hvernig hægt er að hjálpa fjölskyldunni meðan barnið dvelur á spítalanum.
Ef þú átt barn sem dvelur á nýburagjörgæslu núna, gætirðu byrjað á að skoða Vonarvegginn, með fyrir & eftir myndum af börnum sem hafa útskrifast.
Öll börnin sem sjást á myndunum á þessari síðu eru löngu útskrifuð af nýburagjörgæslu og lifa nú lífi sínu á sama hátt og önnur börn.
Mest skoðað
Prjón & hekl