Brjóstagjöf fyrirbura

Fyrirburar fá hæfileikann til að taka brjóst í kringum 37. viku meðgöngu. Brjóstagjöf fyrirbura fer því þannig fram að móðirin mjólkar sig og barnið fær mjólkina gegnum sondu (slöngu) eða pela, nema þurrmjólk sé gefin í staðinn. Foreldrar hafa því jafnt færi á að sjá um að gefa barninu. Við hvetjum eindregið til þess, þar sem það ýtir undir tengslamyndun.

Ekki hafa áhyggjur af því þótt það komi lítil brjóstamjólk í fyrstu. Fyrstu droparnir eru mjög mikilvægir og fyrirburar þurfa auk þess ekki mikið í einu.