Heklaður kolkrabbi fyrir fyrirbura

Crocheted_Octopus_for_preemie_nicu_babies Poole Hospital UKHugmyndin kemur frá dönsku sjúkrahúsi og hefur breiðst hratt um heiminn. Mörg sjúkrahús nota kolkrabbana sem meðferð fyrir fyrirbura, en þeir hjálpa til við að róa þá, eru sagðir bæta öndun, jafna hjartslátt og hækka súrefnismettun í blóði. Það er talið að armar kolkrabbanna minni fyrirbura á naflastrenginn og að vera í móðurkviði, og að þess vegna upplifi þeir meira öryggi.

heklaður_kolkrabbi_fyrirburarFyrirburar sem hafa kolkrabba hjá sér eru auk þess ólíklegri til að fjarlægja slöngur og snúrur af sér.

Félagið sem heldur utan um upplýsingar um kolkrabbana er Spruttegruppen í Danmörku. Á Íslandi var það Facebook síðan Kolkrabbar fyrir Vökudeild sem sá um að koma kolkröbbum í agnarsmáar hendur en hún virðist vera óvirk.

EFNI:

 • Heklunál st. 3 – 3,5
 • 100% bómullargarn – Það er allt í lagi að nota afgangsgarn. Kolkrabbarnir mega gjarnan vera mismunandi í útliti og stærð (passið samt armalengdina, sjá neðar). Myndin hér fyrir neðan getur gefið ykkur nokkrar hugmyndir.
 • Fylling – Tróð eða trefjafylling (t.d. innihaldið úr púða). Passið bara að fyllingin verður að þola 60° heitan þvott, alveg eins og garnið.

SKAMMSTAFANIR:

umf – umferð

ly – lykkja

fl – fastalykkja

ll – loftlykkja

sm – saman

kl – keðjulykkja

BÚKUR:

 • 1. umf           6 fl í galdralykkju/töfralykkju
 • 2. umf           2 fl í allar ly = 12 ly
 • 3. umf           2 fl í 2. hverja ly = 18 ly
 • 4. umf           2 fl í 3. hverja ly = 24 ly
 • 5. umf           2 fl í 4. hverja ly = 30 ly
 • 6. umf           2 fl í 5. hverja ly = 36 ly
 • 7-14. umf      Engin útaukning = 36 ly
 • 15. umf         *4 fl, 2 fl sm* samtals 6 sinnum = 30 ly
 • 16-17. umf    Engin útaukning = 30 ly
 • 18. umf         *3 fl, 2 fl sm* samtals 6 sinnum = 24 ly
 • 19-20. umf    Engin útaukning = 24 ly
 • 21. umf         *2 fl, 2 fl sm* samtals 6 sinnum = 18 ly
 • 22. umf         Engin útaukning = 18 ly
 • 23. umf         *7 fl, 2 fl sm* samtals 2 sinnum = 16 ly
 • 24. umf         Engin útaukning = 16 ly
 • 25. umf    Hér byrja armarnir: *1 fl, 50 ll, snúið við og gerið 2 fl í hverja ly, ljúkið með einni fl*

Endurtakið 7 sinnum þannig að það séu 8 armar í allt. Ljúkið með einni keðjulykkju í síðustu lykkju og togið garnið í gegn. Ef þið lendið í vandræðum með að láta armana snúast, heklið þá 3-4 fastalykkjur í hverja loftlykkju í staðinn, (sjá skýringamynd á Lindersverden).

ATH! Af öryggisástæðum mega armarnir ekki vera lengri en 22 cm þegar þeir eru útteygðir – ef þeir mælast lengri en 22 cm þarf bara að hafa færri loftlykkjur. (Vegna kyrkingarhættu.)

HÖFUÐSKRAUT:

Gerið í sama lit og armarnir eru.

 1. umf      5 fl í galdralykkju/töfralykkju
 2. umf      2 fl í hverja ly = 10 ly
 3. umf      2 fl í 2. hverja ly = 15 ly. Ljúkið með einni kl og togið garnið í gegn. Festið.

AUGU:

Heklið í einfaldan hvítan þráð. Það gerir 2 stk. Í staðinn fyrir að hekla augu er hægt að nota hugmyndaflugið og sauma þau í. (Ekki er mælt með að nota tilbúin augu úr járni eða plasti því það er ekki víst að þau megi fara inn í hitakassann hjá fyrirburunum, auk þess sem þau geta losnað af eftir þvott.)

 1. umf      4 fl í galdralykkju/töfralykkju
 2. umf      2 fl í hverja ly = 8 ly
 3. umf      2 fl í 2. hverja ly = 12 ly. Ljúkið með einni kl og togið garnið í gegn. Festið.

Saumið augasteina í miðju augans með svörtum þráð. Á myndinni er notað útsaumsgarn.

FRÁGANGUR:

Fyllið búkinn með tróði eða púðafyllingu og saumið höfuðskrautið á.

Festið augun á kolkrabbann og saumið munn á með eins mörgum sporum og þið viljið.

ATH! Uppskriftin er eingöngu til einkanota og má ekki nota til að selja uppskriftina eða kolkrabbann. En það má að sjálfsögðu hekla og gefa eins marga og þið viljið.

Þýðing: Berglind Baldursdóttir