Dvölin á nýburagjörgæslu

Það er erfitt að skipta fjölskyldunni í tvennt. Hvort sem þú ert í sambandi eða einstætt foreldri, skaltu ekki hika við að biðja fjölskyldu og vini um aðstoð. Það mun líklega koma þér á óvart hversu mikið þau eru til í að leggja á sig til að hjálpa til og stundum þarf ekki einu sinni að biðja.
Það er hægt að biðja um aðstoð við að versla í matinn eða útbúa mat, þrífa húsið, eða þvo þvott. Biðjið um pössun og hvort börnin ykkar megi gista (ef það á við). Fyrir yngri börn getur það verið algjört ævintýri, svo ekki sé minnst á að þið náið kannski góðum nætursvefni. Og ekki fá samviskubit!Afar og ömmur upplifa þetta á annan hátt en aðrir fjölskyldumeðlimir. Ekki er nóg með að þau séu afi og amma fyrirburans, heldur eru þau líka foreldrar ykkar. Leyfið þeim að hjálpa. Það léttir undir með ykkur og getur líka linað sársauka þeirra.