Kengúrumeðferð er lýsing á aðferð sem er notuð til að heila fyrirbura á nýburagjörgæslum. Þessi aðferð er líka kölluð húð-við-húð meðferð (oft skammstöfuð KMC á ensku) og er notuð bæði af mæðrum og feðrum.
Í meðferðinni er barnið yfirleitt bara klætt bleyju og húfu, og er lagt með magann við bringu móður eða föður meðan þau sitja í þægilegum stól við hliðina á hitakassanum. Teppi er lagt yfir bak og fætur barnsins til að verja það gegn hitatapi. (Móðirin má vera í brjóstahaldara.)
Náttúrulegur hiti foreldrisins hjálpar til við að lækna barnið og þetta er líka frábær leið til að tengjast litla barninu. Barnið hlustar á hjartslátt mömmu eða pabba, öndun og rödd.
Hvenær megum við byrja á kengúrumeðferð?
Það er hægt að byrja á þessari aðferð fljótlega eftir fæðingu, eða um leið og læknirinn gefur leyfi til.
Kengúrumeðferðin er ekki eingöngu góð fyrir barnið, heldur getur hún líka heilað foreldrana og ýtt undir sjálfstraust þeirra. Ekki hika við að spyrja lækna/hjúkrunarfræðinga hvenær þú mátt byrja.
Móðir eða faðir
Mismunurinn á hitastigi bringu föður og móður:
Brjóst móður er með náttúrulegan hitastilli en bringa föðurins getur orðið of heit. Þetta þýðir að ef barnið liggur á brjósti móðurinnar og er ekki nógu hlýtt, þá hækkar hitastig brjóstsins, en lækkar ef barninu er of heitt. (Faðirinn gæti því þurft að nota aðferðina í aðeins styttri tíma í einu en móðirin.)
Samt sem áður eiga báðir foreldrar að nota kengúrumeðferðina til að tengjast litla barninu og hjálpa því að ná bata.
Staðreyndir um kosti kengúrumeðferðar
Jafnar hjartslátt
Dregur úr verkjum
Öndun verður reglulegri
Hjálpar við að auka þyngd
Eykur heilaþroska
Bætir súrefnismettun
Getur bætt brjóstamjólk móður
Betri svefn og ýtir undir djúpsvefn, sem eykur vaxtarhraða barnsins
Barnið grætur minna og er rólegra
Stöðugri blóðsykur
Örvar taugakerfið
Getur útskrifast fyrr af spítala
Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós kosti kengúrumeðferðar og það ætti að nota hana eins fljótt og eins oft og hægt er.
1 athugasemd við “Kengúrumeðferð”
Lokað er fyrir athugasemdir.