Lífslíkur fyrirbura

Fæðing á 22. viku meðgöngu: Um 10% barna lifa

23. viku: 50-66% barna lifa

24. viku: 66-80% barna lifa

25. viku: 75-85% barna lifa

26. viku: Yfir 90% barna lifa

 

Fyrirburi er almennt notað yfir barn sem er fætt fyrir 37. viku meðgöngu

Barn fætt fyrir 26. viku meðgöngu er kallað lítill fyrirburi

Barn fætt milli 27. og 30. viku er kallað fyrirburi

Barn fætt milli 34. og 37. viku er kallað síðburi

 

Lítill fyrirburi (míkró) er barn sem er minna en 800 grömm við fæðingu eða er fætt fyrir 26. viku meðgöngu.

Vegna þess hve löngu fyrir áætlaðan fæðingardag þeir fæðast, þurfa litlir fyrirburar að dvelja lengi á nýburagjörgæslunni. Þó svo margir þeirra hafi enginn langvinn einkenni fyrirburafæðinga, þurfa aðrir að glíma við alvarleg heilsufarsvandamál alla ævi.

Litlir fyrirburar eru mjög viðkvæmir og hver dagur sem hægt er að lengja meðgönguna eykur lífslíkur barnsins.

 

Meira en 95% fyrirbura sem fæðast milli 27.-30. viku lifa. Þó þessi börn séu mjög óþroskuð og eigi jafnvel eftir að glíma við heilsufarsvandamál, þá munu flest þeirra ná sér og hafa fá langtímaáhrif  fyrirburafæðingar.

 

Ef þú færð að heimsækja lítinn fyrirbura á nýburagjörgæsluna, þá mun það koma þér mjög á óvart hversu lítið barnið er. Barn sem fæðist á 27. viku er ekki nema um 1 kg og barn sem fæðist á 30. viku er um 1,5 kg.

Litlir fyrirburar eru með þunna húð þannig að æðarnar eru sjáanlegar, og eru tengdir við mörg tæki.

Smelltu hér til að skoða lýsingu á helstu tækjum sem eru notuð til að lækna fyrirbura.

 

(Þýtt af fyrirburavef About.com, eftir Cheryl Bird, hjúkrunarfræðing á nýburagjörgæslu í Bandaríkjunum.)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s