Áhrif gasmengunar á meðgöngu

Mengunarmælar sem mæla SO2, PM10 og PM2,5

Það er því full ástæða fyrir ófrískar konur að fylgjast vel með mengunarmælingum á því svæði sem þær eru á og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Upplýsingar um mælingar er að finna á síðunni Loftgæði.

Ófrískar konur eiga að fara eftir sömu tilmælum og er beint til barna og fólks með undirliggjandi sjúkdóma (eins og til dæmis asma).

Tengsl við meðgöngueitrun

Önnur rannsókn, sem var framkvæmd í Bandaríkjunum á þessu ári, leiddi í ljós að tengsl eru milli loftmengunar (m.a. vegna brennisteinsdíoxíðs) og háþrýstingsraskana á meðgöngu. Raskanir geta m.a. verið meðgöngueitrun, sem er algeng orsök fyrirburafæðinga.

Til að skilja betur þessar mælieiningar eru hér eftirfarandi útskýringar;

PM2,5 eru smærri agnir en PM10. Almennt er talað um að agnir séu hættulegri heilsu eftir því sem þær eru minni. PM2,5 eru agnir sem eru minni en 2,5 míkrómetrar í þvermál (u.þ.b. 1/4 af ummáli hárs). Þær komast enn dýpra ofan í lungun en PM10.“

Úr áfangaskýrslu til Vegagerðarinnar fyrir árið 2008; Svifryksmengun vegna umferðar:

„Því fínna sem svifrykið er því dýpra kemst það niður í lungun og verður þeim mun skaðlegra heilsu manna. Auk þess eru fínni agnir frekar samsettar úr skaðlegum efnum en þær grófari. (Þór Sigurðarson, 2006). Sem stendur eru eingöngu til reglur sem takmarka PM10, en í Bandaríkjunum hafa nýlega verið settar reglur þar sem sólarhrings viðmiðunarmörk fyrir fínt svifryk (PM2,5) voru lækkuð úr 65 µg/m3 í 35 µg/m3 vegna hættulegra áhrifa á heilsufar fólks.“ (Environmental Protection Agency, 2006).


Gagnlegir tenglar

Vefur Umhverfisstofnunar er hægt að fylgjast með mælingum á loftgæðum víðsvegar um landið

Nýjustu tilkynningar frá Almannavörnum

Brennisteinn í andrúmslofti og tengsl hans við öndunarfærasjúkdóma: Fræðileg samantekt.

Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum

Lofttegundir og mengun